Bólusetningar hafnar á Vesturbakkanum

Bólusetningar í Palestínu eru hafnar.
Bólusetningar í Palestínu eru hafnar. AFP

Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn á Vesturbakkanum fengu fyrstu sprautu bólusetningar í dag eftir að Ísrael sendi 2 þúsund skammta af þeim 5 þúsund sem þeir hafa lofað að senda á Vesturbakkann og Gaza-svæðið. 

Þrátt fyrir að Ísraelsríki sé með sérstakan samning við lyfjafyrirtækið Pfizer og hafi samkvæmt honum greiðan aðgang að nægu bóluefni var það bóluefni frá Moderna sem sent var til Palestínu.

Eftir að greint var frá samningi Pfizer og Ísrael hefur alþjóðasamfélagið beitt Ísrael miklum þrýstingi og ítrekað sent þau skilaboð að þeim bæri siðferðisleg skylda til að bólusetja Palestínumenn á hernumdum svæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert