Breska afbrigðið hefur stökkbreyst aftur

Heilbrigðisstarfsmenn hlúa að Covid-sjúklingi.
Heilbrigðisstarfsmenn hlúa að Covid-sjúklingi. AFP

Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar sem kennt hefur verið við Bretland hefur nú stökkbreyst aftur og hafa vísindamenn áhyggjur af því. Stökkbreytingin sem nú hefur fundist kallast E484K og hefur þegar sést í suðurafríska afbrigðinu og því brasilíska. 

BBC greinir frá þessu.

Jafnvel þó að þessi stökkbreyting geti dregið úr virkni bóluefnis gegn Covid-19 ættu þau sem nú eru í notkun að virka á nýja afbrigðið, að sögn sérfræðinga. 

Bretar hafa nú þegar gripið til aðgerða sem miða að því að stjórna útbreiðslu nýrra afbrigða. 

Heilbrigðisstarfsmenn í Bretlandi hafa einungis fundið nokkur tilfelli breska afbrigðisins sem inniheldur áðurnefnda E484K-stökkbreytingu. Það fannst í ellefu af 214.159 tilfellum sem raðgreind voru. 

Það er ekki óvænt að ný afbrigði haldi áfram að skjóta upp kollinum og haldi áfram að taka breytingum. Allar veirur stökkbreytast þegar þær fjölga sér til þess að dreifast og lifa betur af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert