Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur verið ákærð fyrir brot á innflutnings- og útflutningslögum. Suu Kyi var handtekin á mánudag eftir að herinn í landinu tók völdin.
Í frétt AFP kemur fram að Suu Kyi hafi verið sett í fjórtán daga gæsluvarðhald fyrir áðurnefnd brot.
Þar kemur enn fremur fram að Win Myint, sem var forseti landsins áður en herinn tók völdin, hafi einnig verið ákærður. Ekki kemur fram hver meint brot hans eru.