Hörð orðaskipti um upplýsingaóreiðu

Tanya Plibersek og Craig Kelly tókust á á ganginum fyrir …
Tanya Plibersek og Craig Kelly tókust á á ganginum fyrir framan fjölmiðla. Skjáskot úr myndskeiði BBC

Til harðra orðaskipta kom á göngum ástralska þingsins í morgun er stjórnarþingmaður var snupraður af þingmanni stjórnarandstöðunnar fyrir að dreifa upplýsingaóreiðu.

Craig Kelly, þingmaður Íhaldsflokksins, er fylgjandi því að malaríulyfið hydroxychloroquine og sníkju­dýra­lyfið iver­mect­inand einnig við Covid-19. Þetta gengur þvert á ráðleggingar stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda í Ástralíu. Hann hefur einnig haldið mjög á lofti ýmsum samsæriskenningum sem hafa flogið hátt í Bandaríkjunum. 

Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi opinberlega hafnað kenningum Kelly er hann gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum og á sér marga stuðningsmenn á Facebook.  

Þingmaður Verkamannaflokksins, Tanya Plibersek, sakar Kelly um að dreifa upplýsinga óreiðu um Covid-19 og samsæriskenningum um meðferðir við Covid-19 sem ekki eru studdar af vísindafólki. 

Kelly segir að forsætisráðherra landsins, Scott Morrison, hafi rætt við hann eftir að þau Plibersek tókust á og að hann hafi ákveðið að styðja bólusetingaráform stjórnvalda.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka