Til harðra orðaskipta kom á göngum ástralska þingsins í morgun er stjórnarþingmaður var snupraður af þingmanni stjórnarandstöðunnar fyrir að dreifa upplýsingaóreiðu.
Craig Kelly, þingmaður Íhaldsflokksins, er fylgjandi því að malaríulyfið hydroxychloroquine og sníkjudýralyfið ivermectinand einnig við Covid-19. Þetta gengur þvert á ráðleggingar stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda í Ástralíu. Hann hefur einnig haldið mjög á lofti ýmsum samsæriskenningum sem hafa flogið hátt í Bandaríkjunum.
LATEST HCQ STUDY : ‘’The use of hydroxychloroquine as well as other agents including doxycycline were associated with a...
Posted by Craig Kelly on Mánudagur, 1. febrúar 2021
Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi opinberlega hafnað kenningum Kelly er hann gríðarlega vinsæll á samfélagsmiðlum og á sér marga stuðningsmenn á Facebook.
Þingmaður Verkamannaflokksins, Tanya Plibersek, sakar Kelly um að dreifa upplýsinga óreiðu um Covid-19 og samsæriskenningum um meðferðir við Covid-19 sem ekki eru studdar af vísindafólki.
Kelly segir að forsætisráðherra landsins, Scott Morrison, hafi rætt við hann eftir að þau Plibersek tókust á og að hann hafi ákveðið að styðja bólusetingaráform stjórnvalda.