„Ólöglegar“ talstöðvar gætu fellt Suu Kyi

Aðgerðarsinnar frá Mjanmar mótmæla í Ísrael.
Aðgerðarsinnar frá Mjanmar mótmæla í Ísrael. AFP

Ákærur á hendur Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar sem hrakinn var frá störfum, snúa að talstöðvum sem hún hafði í fórum sínum og eru sagðar hafa verið fluttar inn ólöglega. Ákærurnar gætu leitt til tveggja ára fangelsisdóms. 

Í skjali frá lögreglunni í höfuðborg Mjanmar, Naypitaw, kemur fram að hermenn sem leituðu í íbúð Suu Kyi hafi fundið talstöðvar sem voru fluttar ólöglegar til landins og notaðar án leyfis af lífvörðum hennar. 

Ríkisfjölmiðill í Mjanmar greindi þá frá því að herstjórnin í landinu, sem framkvæmdi valdarán í byrjun viku, muni rannsaka það sem hún segir vera kosningasvindl í kosningum þar í landi í nóvember síðastliðnum. Stjórnmálaflokkur hersins beið stóran ósigur í kosningunum fyrir flokki Suu Kyi. 

Mynd af Aung San Suu Kyi frá árinu 2019.
Mynd af Aung San Suu Kyi frá árinu 2019. AFP

Heilbrigðisstarfsmenn lögðu niður störf

Þá er Win Myint, forseti landsins, ákærður fyrir að hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa hitt fólk í kosningaferð sinni. 

Líklegt er talið að ákærurnar séu frekari olía á þann eld sem reiði almennra borgara í garð hersins er orðin. Ein fyrsta aðgerðin gegn hernum af hálfu almennings var framkvæmd í dag þegar heilbrigðisstarfsmenn 70 spítala og læknadeilda í Naypyidaw, Yangon og öðrum borgum og bæjum sögðust ekki geta starfað undir herstjórninni. Heilbrigðisstarfsmennirnir segja herforingjana setja sínar eigin þarfir ofar almennra borgara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka