Herstjórn Mjanmar hefur nú lokað fyrir Facebook í landinu, til þess að „koma á stöðugleika“ í landinu, að því er BBC greinir frá.
Kemur þetta beint í kjölfarið af valdaráni sem herinn framdi í síðustu viku, en borgarar Mjanmar hafa notað Facebook til þess að halda tengslum utan landsteinanna og vekja athygli á aðstæðum í landinu.
Valdhafar neita nú að yfirgefa þinghúsið í Yangon þrátt fyrir mótmæli sem staðið hafa þar yfir. Ríkisfjölmiðill í Mjanmar greindi þá frá því að herstjórnin muni rannsaka það sem hún segir vera kosningasvindl í kosningum þar í landi í nóvember síðastliðnum. Stjórnmálaflokkur hersins beið stóran ósigur í kosningunum fyrir flokki Suu Kyi.