Flytja sjúklinga mögulega úr landi

Hlut­fall dauðsfalla síðastliðnar tvær vik­ur er það hæsta í heim­in­um …
Hlut­fall dauðsfalla síðastliðnar tvær vik­ur er það hæsta í heim­in­um í Portúgal. AFP

Portúgalar íhuga að senda sjúklinga til Austurríkis vegna þess að sjúkrahús landsins eru yfirfull af sjúklingum og þurfa sjúkra­bíl­ar sem flytja Covid-sjúk­linga að bíða í röðum fyr­ir utan þangað til hægt er að taka á móti fólki.

Ríkisstjórn Þýskalands hefur nú þegar ákveðið að senda lækn­is­menntað starfs­fólk, sjúkra­rúm, önd­un­ar­vél­ar og önn­ur tæki svo sjúkra­hús geti tekið á móti fleiri Covid-sjúk­ling­um.

Veld­is­vöxt­ur kór­ónu­veiru­smita í Portúgal er sá mesti í heim­in­um núna. Rík­is­stjórn­in þar í landi kynnti hert­ar sótt­varnaaðgerðir núna um helg­ina til að reyna ná tök­um á fjölg­un smita. Hlut­fall dauðsfalla síðastliðnar tvær vik­ur er það hæsta í heim­in­um.

Í yfirlýsingu frá portúgalska heilbrigðisráðuneytinu kom fram að það færi yfir tilboð frá Austurríki þess efnis að sjúklingar, þar á meðal Covid-19-sjúklingar, yrðu fluttir til Austurríkis.

Austurríkismenn tækju á móti fimm Covid-19-sjúklingum og fimm öðrum en sérfræðingar í Portúgal meta stöðuna. Þeir segja það algjört neyðarúrræði að flytja sjúklinga úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert