Ritari ákærður fyrir aðild að helförinni

Ljósmynd úr Stuttof-búðunum þar sem konan starfaði.
Ljósmynd úr Stuttof-búðunum þar sem konan starfaði. AFP

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært ritara í útrýmingarbúðum nasista fyrir aðild að morðum 10.000 manns. Nokkur fjöldi ára er síðan kona var síðast ákærð vegna aðkomu sinnar að helförinni.

Konan sem er ákærð er 95 ára gömul, en hún starfaði sem ritari í Stutthof-búðunum í Danzig, sem nú er Gdansk, meðan á þýsku hernámi Póllands stóð.

Saksóknarar hafa ekki opinberað nafn konunnar, en fjölmiðlar hafa sagt að um sé að ræða Irmgard F., sem nú sé búsett á elliheimili skammt frá Hamborg.

Konan var ekki orðin lögráða er hún starfaði í búðunum á árunum 1943 til 1945, en hún er eins og áður segir ákærð fyrir aðild að um 10 þúsund morðum, auk fjölda morðtilrauna vegna þeirra sem lifðu dvölina í búðunum af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert