Taylor Greene vikið úr nefndum

Taylor Greene, hér til vinstri, á gangi í þinghúsinu fyrr …
Taylor Greene, hér til vinstri, á gangi í þinghúsinu fyrr í dag. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings kaus rétt í þessu að víkja þingkonunni Marjorie Taylor Greene úr þeim nefndum sem hún hafði þegar verið skipuð til að sitja í.

Féllu atkvæði þannig að 230 kusu með því að svipta hana þessum störfum, þar á meðal ellefu repúblikanar. 199 greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Greene er öt­ull fylg­ismaður sam­særis­kenn­inga og hef­ur látið ýmis mis­gáfu­leg um­mæli falla í tíð sinni sem stjórn­mála­maður.

Í ræðu sem Greene hélt áður en hún bauð sig fram til Banda­ríkjaþings árið 2020 kallaði hún Nancy Pe­losi, forseta fulltrúadeildarinnar, „föður­lands­svik­ara“ sem ætti að taka af lífi.

„Það er hægt að taka fólk af lífi fyr­ir föður­lands­svik. Nancy Pe­losi hef­ur gerst sek um föður­lands­svik,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert