Rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að starfsfólki sendiráða Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands í Rússland yrði vísað úr landi eftir að fólkið tók þátt í mótmælum til stuðnings stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní 23. janúar.
Navanlí var handtekinn í síðasta mánuði við komuna til Moskvu frá Þýskalandi þar sem hann hafði dvalið á sjúkrahúsi frá því eitrað var fyrir honum í ágúst í fyrra.
Hann var í vikunni dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var á sjúkrahúsinu í Þýskalandi.
Yfir hundrað þúsund manns tóku þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um Rússland 23. og 31. janúar en alls voru tíu þúsund handteknir.
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands segir að ótilgreindur fjöldi diplómata hafi tekið þátt í ólöglegum mótmælum. Þeir hafi af þeim sökum verið gerðir brottrækir og yfirgefi Rússland sem fyrst.