Einn látinn og tíu særðir eftir hnífaárásir

AFP

Einn maður lést og tíu særðust í nokkrum hnífaárásum í suðurhluta London í gærkvöld. Tveir hinna særðu eru í lífshættu.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að lögreglan í London hafi verið kölluð út fimm sinnum í gærkvöld vegna hnífaárása. Ekki er vitað hvort árásirnar tengist en það er til rannsóknar.

Tveir hafa verið handteknir vegna árásanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert