Greindi óvart frá barsmíðum sambýlismannsins

Dauði Tony leiddi til mótmæla gegn heimilisofbeldi víða um Frakkland.
Dauði Tony leiddi til mótmæla gegn heimilisofbeldi víða um Frakkland. AFP

Franskt par, karl og kona, hefur verið dæmt í fangelsi vegna dauða sonar konunnar af völdum barsmíða sem hún greindi viðbragðsaðilum óvart frá. 

Loïc Vantal, 28 ára, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir manndráp, en hann barði þriggja ára stjúpson sinn Tony til bana árið 2016. Móðir drengsins, Caroline Létoile, sem var þá 19 ára, hringdi í viðbragðsaðila þegar sonur hennar missti meðvitund. 

Í símtali við viðbragðsaðila, þegar Létoile, sem var ómeðvituð um að símtalið væri tekið upp, var á bið, sagði hún við Vantal: „Ég sagði að hann hefði dottið niður stigann. Stiginn dugar er það ekki? Stiginn frá íbúðinni  ... Og ég fel allt þetta eftir rifrildið.“

Þegar sjúkraliðar komu í íbúð fjölskyldunnar var Tony látinn og lík hans þakið marblettum og sárum. 

Við yfirheyrslu viðurkenndi Vantal að hafa ítrekað beitt Tony ofbeldi frá því að hann kynntist móður hans þremur mánuðum fyrir andlát hans. Hann var sakfelldur fyrir „barsmíðar af ásetningi sem leiddu til dauða“.

Létoile var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að tilkynna ekki barsmíðarnar. 

Dauði Tony leiddi til mótmæla gegn heimilisofbeldi víða um Frakkland.
Dauði Tony leiddi til mótmæla gegn heimilisofbeldi víða um Frakkland. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert