Óttast er um líf allt að 150 manns eftir að stórt jökulbrot hrundi úr Himalajafjöllum í morgun.
Jökulbrotið lenti á stíflu í dal í Uttarakhand-ríki á norðanverðu Indlandi, og voru þorp í grenndinni rýmd. Myndbönd, sem deilt var á samfélagsmiðlum, sýna flóð sem kom í kjölfar jökulbrotsins streyma í gegnum svæðið.
„Þetta kom mjög skjótt, það var enginn tími til að vara neinn við,“ segir Sanjay Singh Rana við Reuters, en hún er íbúi á svæðinu.
Vatnshæð ár sem rennur í gegnum svæðið er nú einum metra meiri en venjulega, að sögn ráðamanns í Uttarakhand-ríki.
Narendra Modi forsætisráðherra Indlands segist fylgjast grannt með stöðunni og hefur flugher landsins verið virkjaður til aðstoðar íbúum.
कर्णप्रयाग में आज ३ बज कर १० मिनट पर नदी में पानी की बहाव की स्थिति से साफ़ है कि बाढ़ की सम्भावना बहुत ही कम है। हमारा विशेष ध्यान सुरंगों में फँसे श्रमिकों को बचाने में है और हम सभी प्रयास कर रहे हैं। किसी भी समस्या से निपटने के सभी ज़रूरी प्रयास कर लिए गये हैं। #Uttarakhand pic.twitter.com/MrEjW4de05
— Trivendra Singh Rawat (@tsrawatbjp) February 7, 2021