Miklir fagnaðarfundir urðu þegar hjónin Stanley Harbour og Mavis Harbour, 83 ára og 81 árs, hittust aftur eftir eins árs aðskilnað.
Stanley þjáist af minnisglöpum og hefur af þeim sökum búið á hjúkrunarheimili í Bolton á Englandi. Hann hefur verið innilokaður þar síðan í febrúar í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins og reglna sem gilda vegna hans.
Starfsfólk hjúkrunarheimilisins gaf hjónunum blóm og kampavín þegar þau fengu loksins að hittast á nýjan leik, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan: