Fjórir skíðamenn létust og fjórir slösuðust þegar snjóflóð féll í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Ekki hafa fleiri látist í snjóflóði í ríkinu síðan 1992.
Snjóflóðið féll við Wilson-fjall nærri Mill Creek-gili á föstudag um klukkan 11:40 að staðartíma.
Spencer Cox, ríkisstjóri Utah, sagði í yfirlýsingu að um hræðilegan harmleik væri að ræða.
„Við erum þakklát fyrir viðbragðsaðila okkar sem tóku þátt í björgunaraðgerðum. Mikil hætta er á snjóflóðum núna og við biðjum ykkur að sýna varkárni,“ sagði Spencer.
Hætta á snjóflóðum er mikil í Utah frá janúar fram í apríl.