Suður-Afríka stöðvar dreifingu bóluefnis AstraZeneca

Suður-Afríka hefur stöðvað dreifingu bóluefnis AstraZeneca.
Suður-Afríka hefur stöðvað dreifingu bóluefnis AstraZeneca. AFP

Stjórnvöld í Suður-Afríku ákváðu í dag að stöðva tímabundið dreifingu bóluefnis AstraZeneca. Var þessi ákvörðun tekin eftir að greint var frá því að bóluefnið hefði takmarkaða virkni gegn suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar. 

Hið suðurafríska afbrigði hefur dreifst hratt um landið undanfarnar vikur. 

Samkvæmt niðurstöðum óritrýndrar rannsóknar sem framkvæmd var í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesaborg virkar bóluefni AstraZeneca illa gegn afbrigðinu og kemur ekki í veg fyrir væg tilfelli af veikinni sem veirunni fylgir. Um tvö þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í rannsóknni en hún hefur ekki verið ritrýnd. 

1.200 skammtar af bóluefni komu til Íslands í gær og er von á allt að 14 þúsund skömmtum í mánuðinum. Samningar Íslands og AstraZeneca gera ráð fyrir 230 þúsund skömmtum í heildina. 

AstraZeneca hefur nú þegar hafið samstarf við Oxford-háskóla um breytingu á bóluefninu þannig að hún veiti ónæmi gegn suðurafríska afbrigðinu. Áformað er að hin nýja gerð verði tilbúin til notkunar í haust. 

Wall Street Journal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert