Breska afbrigði kórónuveirunnar breiðist hratt um Bandaríkin samkvæmt nýrri rannsókn sem kom út í dag. Þetta kemur fram á vef BBC.
Afbrigðið er smitandi og tilfelli þess hafa tvöfaldast á 9 daga fresti í Bandaríkjunum.
Útbreiðsla afbrigðisins, þekkt sem B.1.1.7, hefur sett aukinn þrýsting ábólusetningarviðleitni um allan heim.
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) spáir því að afbrigðið verið ríkjandi stofn kórónuveirunnar í mars.
Samkvæmt sóttvarnastofnuninni hafa flest tilfelli greinst í Flórída en þar hafa 187 greinst með afbrigðið síðan síðasta fimmtudag. Næstflestir hafa greinst í Kaliforníu en þar eru tilfellin orðin 145.
Þegar sóttvarnastofnunin varaði fyrst við nýja afbrigðinu í Bandaríkjunum um miðjan janúar var það til staðar í minna en 0,5% tilfella. Í lok mánaðarins var þessi tala komin upp í 3,6% samkvæmt rannsókninni.
Afbrigðið, sem uppgötvaðist fyrst í Bretlandi, hefur nú breiðst út til meira en 50 landa.