Enn er 170 saknað en staðfest að 14 létust þegar stórt jökulbrot kom af stað flóðbylgju í Himalaja-fjöllunum í gær. Flóðbylgjan fór yfir indverskan dal í norðurhluta Himalaja-fjöllunum og jafnaði við jörðu brýr, vegi og tvær vatnsfallsvirkjanir.
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Uttarakhand hafa líkamsleifar 14 fundist en 15 verið bjargað. Enn er 170 saknað en flestir þeirra voru við virkjanirnar.
Nokkur hundruð björgunarmanna héldu leit áfram í birtingu í morgun.