Flóð víða í Frakklandi

Miklar rigningar að undanförnu hafa valdið því að áin Signa hefur flætt yfir bakka sína. Stór svæði á bökkum árinnar sem vanalega eru vinsæl útivistarsvæði borgarbúa eru nú á kafi en sumstaðar hefur vatnsyfirborðið hækkað um meira en fjóra og hálfan metra.

Í meðfylgjandi myndskeiði frá fréttaveitunni AFP má sjá vatnsflauminn í borginni.

Þessi staur er kominn á kaf.
Þessi staur er kominn á kaf. AFP

Flóð hafa orðið í fleiri borgum í Suðvestur-Frakklandi, til að mynda í Saintes þar sem áin Charante hefur hækkað um rúma sex metra. Þar hafa hundruð þurft að yfirgefa heimili sín og þá hefur vatnsflaumurinn valdið truflunum í rafmagni.

Stígvélin koma að góðum notum eftir rigningarnar.
Stígvélin koma að góðum notum eftir rigningarnar. AFP
Sumir þurfa að flytja eigur sínar á flekum.
Sumir þurfa að flytja eigur sínar á flekum. AFP
Yfirborð Charante í borginni Saintes hefur hækkað um ríflega sex …
Yfirborð Charante í borginni Saintes hefur hækkað um ríflega sex metra sem er það mesta sem hefur mælst í heil 30 ár. Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna ástandsins. AFP
Vatnsmagnið hefur ollið töluverðum vandræðum í Saintes sem er 115 …
Vatnsmagnið hefur ollið töluverðum vandræðum í Saintes sem er 115 km norðar en Bordeaux. Búist er við að stytti upp á morgun. AFP
Víða er allt á floti í Saintes.
Víða er allt á floti í Saintes. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert