Prestur áfram á bak við lás og slá

Danska lögreglan handtók manninn í nóvember í fyrra.
Danska lögreglan handtók manninn í nóvember í fyrra. Ljósmynd/Vefur lögreglunnar

Presturinn Thomas Gotthard þarf að dúsa á bak við lás og slá í að minnsta kosti fjórar vikur til viðbótar eftir að dómstóll í Danmörku framlengdi gæsluvarðhald yfir honum.

Gotthard, sem er 44 ára, er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Hann var handtekinn í nóvember og hefur allar götur síðan lýst yfir sakleysi sínu.

Úrskurðurinn var kveðinn upp á bak við luktar dyr, að ósk saksóknara, til að vernda rannsóknarhagsmuni, að því er Ekstra Bladet greindi frá.

Maria From Jakobsen hvarf 26. október. Lögreglan taldi fyrst að ekkert saknæmt hefði átt sér stað en síðan var eiginmaður hennar og faðir tveggja barna hennar handtekinn vegna gruns um að hafa komið henni fyrir kattarnef. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert