Reka diplómata úr landi

Angela Merkel. Þýsk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa …
Angela Merkel. Þýsk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða stjórnarandstæðinginn Navalní af dögum og krefjast ítarlegrar rannsóknar. AFP

Þjóðverjar vísuðu starfsmanni rússnesku utanríkisþjónustunnar í Þýskalandi úr landi í dag. Það gerðu stjórnvöld í hefndarskyni fyrir að þremur diplómötum þeirra var vísað frá Rússlandi fyrir þremur dögum.

Spiegel fjallar um málið.

Samskiptin á milli þjóðanna virðast versna sífellt. Þjóðverjar hafa gert skýra kröfu um að Alexei Navalní verði leystur úr haldi en Rússar sem vitað er ekki orðið við henni.

Rússar saka þýska stjórnarerindreka í Rússlandi um að hafa tekið þátt í ólöglegum mótmælum í landinu vegna handtöku Navalní.

Merkel kanslari og Pútín forseti árið 2014.
Merkel kanslari og Pútín forseti árið 2014. YURI KADOBNOV

Navalní, sem er leiðtogi öflugustu stjórnarandstöðuhreyfingarinnar í Rússlandi, var handtekinn um leið og hann kom heim til Rússlands í janúar.

Áður hafði hann dvalist á sjúkrahúsi í Berlín, eftir að eitrað var fyrir honum í flugvél. Þýsk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa framið tilræðið og krefjast ítarlegrar rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert