Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, kom fyrir rétt í dag en hann er ákærður fyrir spillingu. Áætlað er að réttarhöldin muni standa í sex vikur.
Netanyahu segir ásakanir á hendur honum fáránlegar er hann kom fyrir dóm í Jerúsalem. Hann er fyrsti forsætisráðherra landsins sem er ákærður í starfi en ákæran var gefin út í fyrra. Hann er sakaður um að hafa þegið óviðeigandi gjafir og að hafa gert samkomulag við útgefanda um jákvæðar umfjallanir í stað greiða.
Réttarhöldunum hefur ítrekað verið frestað vegna Covid-19 en ljóst að Netanyahu mun þurfa að mæta ítrekað í réttarsalinn næstu vikur. Ísraelsmenn ganga að kjörborðinu 23. mars og eru það fjórðu þingkosningarnar þar í landi á innan við tveimur árum.