Fullyrti að hann væri ekki köttur

Fastur í filter.
Fastur í filter. Skjáskot/Guardian

Myndband af tæknilegum örðugleikum bandarísks lögmanns sem festist með kattarfilter á fjarfundi fer sem eldur í sinu um netið.

„Ég er hérna í beinni. Ég er ekki köttur,“ heyrist í lögmanninum segja undan kattartrýninu.

Lögmaðurinn heitir Rod Ponton og viðmælandi hans er dómari í Texas að nafni Roy Ferguson. Ferguson bendir Ponton á að eitthvað sé bogið við myndina hjá honum. „Ég heyri í þér en ég held að það sé filter á andliti þínu,“ segir hann.

Ekki fylgir sögunni hvort lögmanninum hafi auðnast að fjarlægja filterinn, en dómarinn tjáði sig á Twitter um málið og brýndi þar fyrir foreldrum að laga stillingarnar á tölvunni strax eftir að börnin fengju að fara í hana en ekki þegar það er orðið of seint.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert