Mikið tjón á kafbáti eftir árekstur

Kafbátur af gerðinni Soryu.
Kafbátur af gerðinni Soryu. Ljósmynd/Christy Hagen

Japanskur kafbátur lenti í hörðum árekstri við flutningaskip við austurströnd Japans í gær, sem endaði með ósköpum.

Fjarskiptabúnaður kafbátsins skemmdist við höggið, svo skipverjar þurftu að hringja úr farsímum sínum eftir hjálp. Þrír þeirra meiddust lítillega.

Varnamálaráðherra Japans sagði kafbátinn, sem er af gerðinni Soryu, hafa verið við æfingar þegar óhappið  varð. Skipverjar hafi séð skipið úr sjónpípu kafbátsins, en náðu ekki að bregðast við í tæka tíð.

Þótt japönsk yfirvöld geri lítið úr árekstrinum virðast skemmdirnar vera nokkuð stórfelldar, en kafbáturinn getur hvorki kafað né átt í neinum fjarskiptum.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert