Trump vill búa á Mar-a-Lago sem starfsmaður

Trump stígur út úr flugvélinni í Palm Beach í Flórída …
Trump stígur út úr flugvélinni í Palm Beach í Flórída 20. janúar, en þaðan fór hann rakleiðis til Mar-a-Lago. AFP

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur lagt fram furðulega röksemdafærslu fyrir því að fá að eiga áfram aðsetur á sveitaklúbbi sínum við Mar-a-Lago í Flórída: Að hann búi þar sem starfsmaður.

Trump flutti í klúbbinn eftir að hann þurfti að yfirgefa Hvíta húsið fyrir tæpum þremur vikum, en hann hafði eytt ófáum stundum sem forseti á golfvellinum á svæðinu.

Nokkrir nágrannar Trump í Flórída vilja þó fá hann burt. Þau segjast hafa, kröfu sinni til stuðnings, samkomulag sem komist var að fyrir tæpum 30 árum, sem breytir setrinu í einkaklúbb og bannar þar með að nokkur maður eigi þar heimili.

Málið mun fara fyrir sveitarstjórnarnefnd í Palm Beach í Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert