Lyfjafyrirtækið AstraZeneca ætlar í samstarf með þýska fyrirtækinu IDT Biologika. Saman ætla þau að framleiða meira bóluefni við Covid-19 fyrir Evrópu.
Fyrirtækin tvo eru að „skoða möguleika“ á því að flýta framleiðslu bóluefnis AstraZeneca á öðrum fjórðungi ársins 2021, sagði í yfirlýsingu AstraZeneca.
Samkomulagið þýðir að fyrirtækin ætla að auka framleiðslugetu í verksmiðju í Þýskaland þannig að hægt verður að framleiða milljónir skammta á mánuði fyrir lok ársins 2022.