Covid-19 kæmist fyrir í gosdós

Veiran kæmist fyrir í einni svona dós, að sögn stærðfræðingsins.
Veiran kæmist fyrir í einni svona dós, að sögn stærðfræðingsins.

Kórónuveiran sem er núna á sveimi úti um allan heiminn kæmist fyrir í einni gosdós, að sögn bresks stærðfræðings.

Kit Yates, sérfræðingur við Bath-háskóla, hefur fundið út hversu mikið magn af Covid-19-veirunni er í umferð í heiminum hverju sinni. Munu það vera tveir milljarðar milljarða slíkra agna.

Niðurstaða hans sýnir hversu miklum skaða svona litlar agnir geta valdið. Þær myndu komast fyrir í 330 millilítra gosdós, að því er Sky News greindi frá.

Yfir 2,3 milljónir manna hafa látist af völdum Covid-19 og yfir 107 milljónir manna hafa smitast víðs vegar um heiminn.

Heilbrigðisstarfsmaður með bóluefni við kórónuveirunni.
Heilbrigðisstarfsmaður með bóluefni við kórónuveirunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert