Franskri nunnu, sem er elsta manneskja Evrópu, tókst að sigrast á Covid-19 nokkrum dögum fyrir 117 ára afmælið sitt.
Lucile Randon, sem tók sér nafnið systir Andre árið 1944, greindist með kórónuveiruna 16. janúar en fékk engin einkenni.
Hún sagðist í viðtali ekki einu sinni hafa áttað sig á því að hún hefði fengið veiruna, að sögn BBC. Hún var í einangrun á dvalarheimili í Toulon í suðurhluta Frakklands en hefur núna jafnað sig að fullu.
Sister Andre Randon is officially the oldest person to beat Covid-19 just in time for her 117th birthday on February 11. According to the Gerontology Research Group, this woman born Lucile Randon is the second-oldest known living person in the world. pic.twitter.com/QRS9oR6HoK
— EWTN News Nightly (@EWTNNewsNightly) February 10, 2021
Systir Andre er blind og í hjólastól. Hún hlakkar til að halda upp á afmælið sitt á morgun, þrátt fyrir að gestirnir verði færri en venjulega. „Hún hefur verið mjög heppin,“ sagði David Tavella, talsmaður dvalarheimilisins.
Systir Andre fæddist 11. febrúar 1904. Auk þess að vera elsta manneskja Evrópu er hún næstelst í heiminum.