Ástralska veðurstofan hefur varað íbúa á Lord Howe-eyju, 550 kílómetra austur af meginlandi Ástralíu, við flóðbylgjum (e. tsunami) eftir stóran jarðskjálfta sem varð úti fyrir eyríkjunum Vanúatú og Nýju-Kaledóníu á Kyrrahafi í dag.
Í fréttum fyrr í dag var greint frá því að skjálftinn hefði verið upp á 7,5 stig en frekari mælingar leiddu í ljós að skjálftinn hafi verið 7,7 stig að stærð.
TSUNAMI CONFIRMED. Observation - Norfolk Is at 2:15am AEDT. MARINE THREAT warning for LORD HOWE ISLAND. Issued by JATWC 3:01 AM AEDT Thu 11 Feb 2021. Tsunami affecting marine area commencing after 2:45 am AEDT Thu, persisting for several hours Warnings at: https://t.co/cuhd1HTN87 pic.twitter.com/KtL1fMMoyh
— Bureau of Meteorology, Australia (@BOM_au) February 10, 2021