Jarðskjálfti upp á 7,5 stig skók eyríkin Vanúatú og Nýju-Kaledóníu laust eftir miðnætti í nótt að staðartíma eða skömmu eftir klukkan eitt að íslenskum tíma. Bandaríska jarðfræðistofnunin tilkynnti um skjálftann og varaði við flóðum á nærliggjandi svæðum í Kyrrahafinu.
Skjálftinn varð á um 10 kílómetra dýpi 415 kílómetra austur af Vao í Nýju-Kaledóníu.
„Hættulegar fljóðbylgjur gætu skollið á vegna skjálftans eftir um þrjár klukkustundir,“ segir í tilkynningu frá fljóðbylgjuvarnastofnun Kyrrahafs.