Sýndi þingmönnum myndband af árásinni

Bandaríkjaþing.
Bandaríkjaþing. AFP

Annar dagur réttarhalda öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, hófst í dag klukkan 17 að íslenskum tíma. Jamie Raskin, þingmaður demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, leiðir saksóknina á hendur Trump og hann kynnti málatilbúnað sinn í dag.

Trump var ákærður fyrir brot í embætti fyrir að hafa hvatt til innrásar í þinghús Bandaríkjaþings á Kapítól-hæð 6. janúar síðastliðinn.

Jamie Raskin.
Jamie Raskin. AFP

Fram kemur í fréttum New York Times, að saksóknin, með Raskin í broddi fylkingar, spilaði myndbönd fyrir þingið í dag og í gær, sum hver áður óséð, sem sýna hvernig Trump hvatti til óeirðanna með holskeflu rangra staðhæfinga um úrslit forsetakosninganna í fyrra og óábyrgu orðfæri. Segir saksóknin að Trump hafi með því hvatt mótmælendur í ræðu fyrir utan þinghúsið, daginn örlagaríka, til þess að ráðast inn.

Hér að neðan má sjá myndband sem saksókn málsins sýndi þingmönnum öldungadeildarinnar í gær.

Gætu greitt atkvæði á þriðjudag

Í gær fóru fram umræður um hvort það stæðist stjórnarskrá Bandríkjanna að rétta um meint embættisbrot yfir manni sem ekki lengur væri í embætti. Um þetta var kosið og fór svo að öldungadeildin teldi réttarhöldin standast stjórnarskrána.

Sækj­end­ur og verj­end­ur fái 16 klukku­stund­ir hvor­ir um sig til að setja fram mál sitt. Hefð er svo fyr­ir því að öld­unga­deild­arþing­menn fái heil­an dag til þess að leggja fram fyr­ir­spurn­ir. At­kvæðagreiðsla um lykt­ir máls­ins gæti því farið fram strax næsta þriðju­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert