Klofningur hjá Repúblikanaflokknum

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, nýtur ekki stuðnings hjá stórum hluta …
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, nýtur ekki stuðnings hjá stórum hluta Repúbikanaflokksins. AFP

Útlit er fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé að klofna, þar sem fjöldi fyrrum flokksmanna  undirbýr nú nýtt framboð. Um er að ræða þann anga flokksins sem styður ekki Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta. 

Hópurinn samanstendur af fólki sem hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og telur hann ekki hafa látið forsetann taka ábyrgð á aðför stuðningsmannahóps síns að þinghúsinu í Washington.

Nýr flokkur frá miðju til hægri

Hugmyndin er að stofna nýjan stjórnmálaflokk frá miðju til hægri, að því er fjórir sem eiga aðild að viðræðunum staðfesta í samtali við fréttastofu Reuters. Hópurinn samanstendur af fjölda Repúblikana sem gengið hafa úr flokknum vegna framgöngu Trumps, og gegndu trúnaðarstörfum fyrir George Bush eldri, George Bush yngri, Ronald Reagan og Trump, ásamt ýmsum trúnaðarmönnum flokksins.

Yfir 120 manns funduðu saman á Zoom um framboðið fyrirhugaða, en á meðal fundargesta voru John Mitnick, ráðuneytisstjóri varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, fyrrverandi þingmaðurinn Charlie Dent, Elizabeth Neumann og Miles Taylor sem störfuðu einnig í valdatíð Trumps hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Hópurinn hefur áhyggjur af uppgangi þjóðernissinna og þá stefnu sem flokkurinn virðist vera að taka með stuðningi við Trump,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert