Merkel ver ákvarðanir stjórnarinnar

AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur staðið í ströngu í þýska þinginu í dag, þar sem hún hefur þurft að verja sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda með kjafti og klóm.

Stjórnvöld tilkynntu það í gær að útgöngubannið sem hefur verið í gildi frá því í nóvember verði framlengt til 7. mars. 

Síðan þau gerðu það hafa öll spjót staðið á Merkel og er kjarni málflutnings þeirra sem hana gagnrýna sá, að þessar aðgerðir séu ekki við hæfi þegar ástandið er ekki alvarlegra en raun ber vitni. 

Bylgjan er á leið niður en enn smitast fleiri þúsundir á dag í Þýskalandi.

„Við þurfum að fara sérstaklega varlega til þess að tryggja að útbreiðsla veirunnar nái ekki veldisvexti á nýjan leik,“ sagði Merkel. Ný afbrigði veirunnar gætu eyðilagt árangurinn sem náðst hefði með aðgerðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert