Skipuleggjandi mótmælanna ákærð

Mótmælt í Póllandi.
Mótmælt í Póllandi. AFP

Marta Lempart, einn skipuleggjanda mótmæla gegn þrengri þungunarrofslöggjöf í Póllandi í október á síðasta ári, á yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi fyrir að standa að mótmælunum.

Í tilkynningu frá saksóknara í Varsjá í dag segir að Lempert hafi verið ákærð fyrir að skipuleggja mótmælin þrátt fyrir takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, fyrir að móðga lögregluna og fyrir að hvetja til árása á kirkjur í Póllandi. 

Í október hófust mótmæli víða í Póllandi eftir að stjórnlagadómstóll landsins lýsti því yfir að í þeim tilfellum þar sem fóstur er greint með al­var­leg­an og óaft­ur­kræf­an fæðing­argalla sé þung­un­ar­rof ekki stjórn­ar­skrár­bund­inn rétt­ur þess sem fóstrið ber. Af þeim sök­um er þung­un­ar­rof aðeins heim­ilt í þeim til­vik­um sem líf móður­inn­ar er í hættu eða þung­un­in er af­leiðing nauðgun­ar eða sifja­spells. 

Um 96% til­vika þung­un­ar­rofs í Póllandi fara fram vegna þess að fóstrið er með slík­an fæðing­argalla en í Póllandi eru ein­hver tak­mörkuðustu þung­un­ar­rofs­lög í Evr­ópu. 

Mótmælt hefur verið í Póllandi í yfir 100 daga vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert