Marta Lempart, einn skipuleggjanda mótmæla gegn þrengri þungunarrofslöggjöf í Póllandi í október á síðasta ári, á yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi fyrir að standa að mótmælunum.
Í tilkynningu frá saksóknara í Varsjá í dag segir að Lempert hafi verið ákærð fyrir að skipuleggja mótmælin þrátt fyrir takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, fyrir að móðga lögregluna og fyrir að hvetja til árása á kirkjur í Póllandi.
Í október hófust mótmæli víða í Póllandi eftir að stjórnlagadómstóll landsins lýsti því yfir að í þeim tilfellum þar sem fóstur er greint með alvarlegan og óafturkræfan fæðingargalla sé þungunarrof ekki stjórnarskrárbundinn réttur þess sem fóstrið ber. Af þeim sökum er þungunarrof aðeins heimilt í þeim tilvikum sem líf móðurinnar er í hættu eða þungunin er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells.
Um 96% tilvika þungunarrofs í Póllandi fara fram vegna þess að fóstrið er með slíkan fæðingargalla en í Póllandi eru einhver takmörkuðustu þungunarrofslög í Evrópu.
Mótmælt hefur verið í Póllandi í yfir 100 daga vegna málsins.