Báðu auðmjúkir um að Trump yrði sakfelldur

Joe Neguse í þinghúsinu.
Joe Neguse í þinghúsinu. AFP

Saksóknarar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings luku málflutningi sínum í gærkvöldi í málinu gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Þeir hvöttu öldungadeildina til þess að sakfella Trump fyrir að hafa hvatt til óeirða í þinghúsinu 6. janúar sem leiddi til dauðsfalla og koma í veg fyrir að hann geti orðið forseti á nýjan leik.

„Afar auðmjúkir biðjum við ykkur um að sakfella Trump forseta fyrir glæpina sem hann er greinilega sekur um,“ sagði demókratinn Joe Neguse.

„Ef þið gerið það ekki, ef við látum sem þetta hafi ekki gerst, eða það sem verra er, ef við bregðumst ekkert við þessu, af hverju gæti þetta þá ekki gerst aftur?“

Lögmenn Trumps hefja málflutning sinn síðar í dag. Þeir munu halda því fram að ekki sé hægt að gera hann persónulega ábyrgan fyrir því að fólkið ruddist inn í þinghúsið.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert