Efnahagur Noregs dróst saman um 2,5%

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. AFP

Efnahagur Noregs dróst saman um 2,5 prósent á síðasta ári vegna kórónuveirunnar. Þetta er mesti samdráttur í landinu í áratugi en engu að síður er hann lítill í samanburði við mörg önnur lönd.

Landsframleiðsla jókst meira að segja í Noregi um 1,9 prósent á síðasta fjórðungi ársins 2020.

„Bráðabirgðatölur sýna að niðursveiflan árið 2020 var lægri en við óttuðumst þegar takmarkanir vegna veirunnar voru hámarki í mars og apríl,“ sagði norski embættismaðurinn Pal Sletten í yfirlýsingu.

„Þetta er samt mesta niðursveifla efnahagsins á einu ári síðan mælingar hófust árið 1970 og líklega mesta niðursveiflan frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Sletten.

Tölurnar eru hagstæðari en norska ríkisstjórnin og seðlabanki landsins bjuggust við og mun betri en annars staðar í Evrópu. Til samanburðar greindu bresk stjórnvöld frá 9,9 prósenta samdrætti í landsframleiðslu árið 2020. Að meðaltali nam samdrátturinn 6,8 prósentum á evrusvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert