Indverjar óttast nú annað flóð vegna nýs stöðuvatns sem myndast hefur fyrir ofan dalinn þar sem 36 létust og 168 er enn saknað vegna flóðs þegar ís brotnaði úr jökli í Himalajafjöllunum síðastliðinn sunnudag.
Yfirvöld hafa því skipulagt þyrlueftirlit og sent rannsóknarmenn í 16 klukkustunda fjallgöngu til að kanna ástandið við vatnið.
Talið er að flóðið á sunnudag hafi orðið vegna jökulbrots sem féll í ána Rishiganga sem rennur í gegnum dalinn Uttarakhand, en stöðuvatnið hefur myndast skammt frá sama fljóti.