Myndband af tæknilegum örðugleikum bandarísks þingmanns sem festist „á hvolfi“ á fjarfundi fer sem eldur í sinu um netið.
Tom Emmer, fulltrúadeildarþingmaður, var að flytja ávarp fyrir fjármálanefnd Bandaríkjaþings þegar tæknivandræðin settu strik í reikninginn.
„Afsakaðu herra Emmer. Er í lagi með þig,“ sagði formaður nefndarinnar Maxine Waters. „Þú ert á hvolfi, Tom,“ sagði Waters.
„Þú ert að minnsta kosti ekki köttur,“ sagði samstarfsmaður Emmer í nefndinni, og vísaði þar líklega til lögmannsins Rod Ponton sem festist nýlega með kattafilter á fjarfundi.