Börn í mál við súkkulaðirisa vegna þrælkunar

Börnin eru öll upphaflega frá Malí og eru nú ungt …
Börnin eru öll upphaflega frá Malí og eru nú ungt fólk sem krefst skaðabóta vegna vinnuþrælkunar og ýmissa brota því tengt. AFP

Átta börn sem segjast hafa verið hneppt í þrældóm á kakóplantekrum á Fílabeinsströndinni hafa höfðað mál gegn súkkulaðirisum á borð við Nestlé, Mars og Hershey með hjálp mannréttindasamtakanna International Rights Advocates (IRA).

Þar eru fyrirtækin sökuð um að hafa aðstoðað og stutt við ólöglega þrælkun á þúsundum barna á plantekrum í aðfangakeðjum fyrirtækjanna.

Málið er höfðað fyrir dómstólum í Washington DC í Bandaríkjunum.

Börnin eru öll upphaflega frá Malí og eru nú ungt fólk sem krefst skaðabóta vegna vinnuþrælkunar og ýmissa brota því tengdum.

Um er að ræða fyrstu hópmálsóknina á hendur kakóiðnaðnum í Bandaríkjunum, en samkvæmt kærunni, þar sem vitnað er í gögn frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, Alþjóðavinnumálastofnuninni og UNICEF, endurspeglar reynsla barnanna átta reynslu þúsunda annarra barna.

Á Fílabeinsströndinni fara um 45% allrar kakóframleiðslu heimsins fram, en mannréttindabrot, kerfislæg fátækt, lág laun og barnaþrælkun hafa lengi verið bendluð við framleiðslu kakós í Vestur-Afríku.

Lögsóknin byggir að miklu leyti að því að þó að súkkulaðiframleiðendurnir bandarísku eigi ekki kakóplantekrurnar hagnist þeir vísvitandi á þeirri þrælkun sem þar fer fram.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert