Bólusetja fólk í verslunum Walmart

Walmart.
Walmart. AFP

Verslunarkeðjan Walmart hefur nú sett upp 60 bólusetningarstöðvar í Georgíuríki. Upphaflega voru stöðvarnar staðsettar í tíu verslunum Walmart en þeim hefur nú verið fjölgað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Walmart. 

Alls eru um 14 bólusetningarstöðvar í höfuðborg ríkisins, Atlanta, en auk þess eru þær á öðrum stöðum innan Georgíu. Til þess að geta fengið bóluefni við kórónuveirunni þarf fólk að vera með tilskilin leyfi og falla undir þá flokka sem á að bólusetja. 

Walmart hefur reynt að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við kórónuveiruna. Til að mynda hækkaði verslunarkeðjan laun starfsfólks og jók við jólabónusinn á síðasta ári. Vildi fyrirtækið með því létta undir með fólki sem orðið hafði fyrir barðinu á afleiðingum veirunnar. Rekstur matvöruverslana hefur verið stöðugur í gegnum faraldurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert