Óttast er að bílar geti frosið fastir við jörðina í Ósló eftir að stórar kaldavatnsleiðslur gáfu sig í borginni í morgun með þeim afleiðingum að vatn fossaði um götur í miðborginni.
Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að mjög margir í Ila-hverfinu séu vatnslausir en unnið er að hreinsun og viðgerð. Ekki er vitað með fullri vissu hversu margar leiðslur gáfu sig en búið er að loka fyrir rennslið á 13 stöðum en enn fossar vatn eftir götunum. Ljóst er að það þarf að dæla vatni upp úr kjöllurum margra húsa á svæðinu.
Fólk er beðið að fara varlega vegna mögulegrar hálku en yfirvöld þakka fyrir að það hefur verið heldur hlýrra í veðri undanfarna daga en var fyrr í mánuðinum.
#Oslo. Maridalsveien/Sagveien. Vannlekkasje. Politi og brannvesen er på stedet etter melding om større vannlekkasje. Vann og avløp i kommunen er varslet.
— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) February 14, 2021
#Oslo. Brannvesenet og Oslo vann og avløp er på vei til krysset Sagveien/Maridalsveien etter melding om større utvendig vannlekkasje.
— Oslo 110-sentral (@Oslo110sentral) February 14, 2021