Óttast að bílar frjósi fastir

Twitter slökkviliðsins í Ósló

Óttast er að bílar geti frosið fastir við jörðina í Ósló eftir að stórar kaldavatnsleiðslur gáfu sig í borginni í morgun með þeim afleiðingum að vatn fossaði um götur í miðborginni.

Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að mjög margir í Ila-hverfinu séu vatnslausir en unnið er að hreinsun og viðgerð. Ekki er vitað með fullri vissu hversu margar leiðslur gáfu sig en búið er að loka fyrir rennslið á 13 stöðum en enn fossar vatn eftir götunum. Ljóst er að það þarf að dæla vatni upp úr kjöllurum margra húsa á svæðinu.

Twitter slökkviliðsins í Ósló

Fólk er beðið að fara varlega vegna mögulegrar hálku en yfirvöld þakka fyrir að það hefur verið heldur hlýrra í veðri undanfarna daga en var fyrr í mánuðinum.

Frétt NRK

 

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert