Fjölmargir slösuðst þegar jarðskjálfti upp á 7,3 stig reið yfir Fukushima í nótt. Tæp tíu ár eru frá því stóri skjálftinn reið yfir Japan þar sem flóðbylgjur fóru af stað og kjarnorkuver skemmdust.
Að sögn Yoshihide Suga forsætisráðherra er ekki vitað um neitt dauðsfall af völdum skjálftans og ekki þurfti að gefa út flóðbylgjuviðvörun.
Almannavarnir segja að tilkynnt hafi verið um að 74 hafi slasast í héraðinu og eins í kringum Tókýó en þar fannst skjálftinn vel. Aftur á móti segja yfirvöld í Fukushima og Miyagi að 104 hafi slasast hið minnsta. Um sé að ræða beinbrot og skurði.