Framkvæmdastóri WTO fyrst kvenna

Ngozi Okonjo-Iweala er framkvæmdastjóri WTO.
Ngozi Okonjo-Iweala er framkvæmdastjóri WTO. AFP

Á sérstökum fundi aðalráðs Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO í dag var dr. Ngozi Okonjo-Iweala frá Nígeríu skipuð framkvæmdastjóri WTO fyrst kvenna. Ngozi Okonjo-Iweala varð fyrst kvenna fjármálaráðherra Nígeríu og gegndi því embætti í tvígang. Hún á einnig 25 ára starfsferil hjá Alþjóðabankanum.

Fastafulltrúi Íslands, Harald Aspelund, sat í þriggja manna valnefnd sem mælti með því að hún yrði skipuð í stöðuna eftir nokkuð langt og strangt ferli.

Harald Aspelund á fundi dagsins.
Harald Aspelund á fundi dagsins. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Harald og valnefndin fengu mikið lof frá aðildarríkjunum á fundinum fyrir vel unnin störf, heilindi og trúmennsku við krefjandi aðstæður, að því er fram kemur á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins.

Á fundinum í dag bauð Harald Ngozi Okonjo-Iweala velkomna og sagðist hlakka til að starfa með henni að umbótum WTO á þessum umbrotatímum. Hann notaði tækifærið og vakti sérstaklega athygli á nýjum starfshópi innan WTO um jafnrétti kynjanna, sem Ísland leiðir ásamt Botswana.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert