Heimskautaloft veldur kuldakasti í Texas

Þessi mynd var tekin í borginni Chicago í Illinois í …
Þessi mynd var tekin í borginni Chicago í Illinois í síðustu viku. AFP

Kuldakast sem ríkt hefur í Texas, þar sem hitastigið fór niður í mínus 18 gráður í gær, er tilkomið vegna heimskautalofts sem á upptök sín rétt fyrir ofan landamæri Bandaríkjanna og Kanada.

Þetta segir bandaríska veðurstofan og bætir við að því fylgi bylur og lágt hitastig. Venjulega sjá lægðakerfi til þess að þetta kalda veður helst á norðurheimskautinu, að sögn stofnunarinnar.

Á sumum svæðum í Texas er kuldinn sá mesti í yfir 30 ár og er spáð áframhaldandi heimskautalofti þar út þessa viku. Í borginni Dallas fór kuldinn niður í -10 gráður í dag en venjulega er hann í kringum 15 gráður á þessum árstíma, að því er BBC greindi frá. 

Í fyrsta sinn í Texas er stormviðvörun uppi í öllum 254 sýslum ríkisins. Kuldinn í Dallas er nú þegar orðinn meiri en í Anchorage í Alaska.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert