Tilkomumikil myndskeið náðust af stjörnuhrapi á himninum yfir áströlsku borginni Melbourne.
Stjörnuhrapið varð í gær á Valentínusardeginum og ekki varð það til þess að draga úr ástinni í loftinu þennan dag.
Stjörnuhrap verða þegar loftsteinar brenna upp í lofthjúpi jarðar. Umræddur steinn ferðaðist á um það bil 40 km hraða á sekúndu, að því er BBC greindi frá.