Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hafði hraðan á og kom vélinni í skjól í flugskýli á Sikiley síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna minnti enn einu sinni á sig og byrjaði að gjósa.
Töluvert öskufall fylgdi gosinu og því þótti brýnt að koma vélinni fyrir í flugskýli á flugvellinum í Catania, að því er fram kemur á facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.
Áhöfnin á TF-SIF sinnir landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu, um þessar mundir og áhöfnin var nýlent á Sikiley eftir eftirlitsflug þegar Etna rankaði við sér.
Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafði hraðann á og kom vélinni í skjól í flugskýli á Sikiley...
Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Tuesday, February 16, 2021