Johnson & Johnson sækir um leyfi í Evrópu

Bóluefnið frá Johnson & Johnson.
Bóluefnið frá Johnson & Johnson. AFP

Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefni við kórónuveirunni hjá Evrópusambandinu.

Búist er við að ákvörðun verði ljós um miðjan mars.

Bóluefnið verður gefið í einni sprautu. Verði það samþykkt verður það fjórða bóluefnið í röðinni sem er samþykkt af ESB eftir grænt ljós frá Lyfjastofnun Evrópu.

Hin þrjú bóluefnin voru þróuð af AstraZeneca, Pfizer/BioNTech og Moderna.

Framkvæmdastjórn ESB hefur pantað 200 milljónir skammta frá Johnson & Johnson með möguleika á 200 milljónum til viðbótar. Framkvæmdastjórnin segir að búið verði að afhenda 100 milljónir skammta í júní ef bóluefnið verður samþykkt.

Johnson & Johnson hefur áður óskað eftir bráðaleyfi fyrir bóluefninu í Bandaríkjunum.

Samn­ing­ur Íslands við Jans­sen, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki John­son & John­son í Evr­ópu, var und­ir­ritaður 22. des­em­ber í fyrra og á Ísland að fá bólu­efni fyr­ir 235.000 ein­stak­linga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka