Veðurviðvaranir í fjölmörgum ríkjum

Óvenjukalt er í veðri í Bandaríkjunum og hefur þurft að aflýsa hundruðum flugferða, akstursskilyrði eru slæm og milljónir án rafmagns. 

Ríkisstjóri Texas, Greg Abbot, gaf í gær út hamfaraviðvörun í ríkinu og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Bandaríkjanna eru í gildi viðvaranir á svæðum þar sem yfir 150 milljónir búa. 

Í Texas voru 2,7 milljónir íbúa án rafmagns á sama tíma og frostið fór niður í 9 gráður í Houston. Íbúi í Houston sem AFP-fréttastofan ræddi við sagði að þegar þau vöknuðu um morguninn hafi verið frosið í öllum leiðslum og allt vatnslaust. 

Austin í Texas.
Austin í Texas. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, lýsti yfir neyðarástandi í Texas á sunnudag sem þýðir að alríkisaðstoð var send þangað. 

Viðvaranir eru í gildi í Alabama, Oregon, Oklahoma, Kansas, Kentucky og Mississippi. Yfir 300 þúsund heimili eru án rafmagns í Oregon. 

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert