Veðurviðvaranir í fjölmörgum ríkjum

00:00
00:00

Óvenjukalt er í veðri í Banda­ríkj­un­um og hef­ur þurft að af­lýsa hundruðum flug­ferða, akst­urs­skil­yrði eru slæm og millj­ón­ir án raf­magns. 

Rík­is­stjóri Texas, Greg Ab­bot, gaf í gær út ham­faraviðvör­un í rík­inu og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Banda­ríkj­anna eru í gildi viðvar­an­ir á svæðum þar sem yfir 150 millj­ón­ir búa. 

Í Texas voru 2,7 millj­ón­ir íbúa án raf­magns á sama tíma og frostið fór niður í 9 gráður í Hou­st­on. Íbúi í Hou­st­on sem AFP-frétta­stof­an ræddi við sagði að þegar þau vöknuðu um morg­un­inn hafi verið frosið í öll­um leiðslum og allt vatns­laust. 

Austin í Texas.
Aust­in í Texas. AFP

For­seti Banda­ríkj­anna, Joe Biden, lýsti yfir neyðarástandi í Texas á sunnu­dag sem þýðir að al­rík­isaðstoð var send þangað. 

Viðvar­an­ir eru í gildi í Ala­bama, Or­egon, Okla­homa, Kans­as, Kentucky og Mississippi. Yfir 300 þúsund heim­ili eru án raf­magns í Or­egon. 

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert