Evrópusambandið hefur fest kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna við kórónuveirunni. Skammtarnir bætast við þá sem ESB hefur nú þegar keypt af Moderna. Þetta tilkynnti Ursula von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í dag.
Von der Layen segir kaupin góðar fréttir og stórt skref í átt að markmiði ESB um að bólusetja 70% fullorðinna innan aðildarríkja þess fyrir miðjan septembermánuð þessa árs.