Filippus prins, hertogi af Edinborg og eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, var lagður inn á sjúkrahús í London í gærkvöldi og dvaldi hann þar í nótt.
Um varúðarráðstöfun var að ræða, að sögn Buckingham-hallar.
Filippus, sem er 99 ára, var fluttur á King Edward VII-einkasjúkrahúsið að ósk læknis eftir að prinsinum hafði liðið illa.